Kvennalið ÍA sigraði ÍH í Lengjubikarkeppni KSÍ í gær – en leikurinn fór fram í Akraneshöllinni. Liðin eru í C-deild keppninnar og var þetta annar sigurleikur ÍA í þessari kepppni.
Sunna Rún Sigurðardóttir skoraði fyrsta mark leiksins fyrir ÍA á 17. mínútu. Gestirnir frá Hafnarfirði jöfnuðu metin á 48. mínútu. Erna Björt Elíasdóttir kom ÍA á ný yfir á 51. mínútu og reyndist það vera sigurmarkið – en Erna Björt hafði skömmu áður komið inná sem varamaður.
ÍA hefur unnið báða leiki sína í þessari keppni.