Einn leikmaður úr röðum ÍA fær tækifæri að láta ljós sitt skína á Norðurlandamótinu í körfuknattleik þar sem að yngri landslið Körfuknattleikssambands Íslands taka þátt.
Þar að auki tekur U-18 ára lið Íslands í karlaflokki þátt á Evrópumótinu í sumar.
Skagamaðurinn efnilegi Þórður Freyr Jónsson var valinn í lokahóp U-18 ára landsliðsins sem fer á NM og EM sumarið 2023.
Nebojsa Knezevic, þjálfari meistaraflokksliðs ÍA, er aðstoðarþjálfari U-18 ára liðsins en Lárus Jónsson, þjálfari úrvaldsdeildarliðs Þórs frá Þorlákshöfn er þjálfari liðsins.
Þórður Freyr hefur leikið stórt hlutverk með meistaraflokksliði ÍA á Íslandsmótinu í næst efstu deild.
U18 drengja er þannig skipað:
Arnór Tristan Helgason · Grindavík
Ásmundur Múli Ármannsson · Stjarnan
Birgir Leó Halldórsson · Zentro Basket, Spánn
Birkir Hrafn Eyþórsson · Selfoss
Brynjar Kári Gunnarsson · Fjölnir
Friðrik Leó Curtis · ÍR
Frosti Sigurðsson · Keflavík
Hallgrímur Árni Þrastarson · KR
Hilmir Arnarson · Fjölnir
Karl Kristján Sigurðarson · Valur
Kristján Fannar Ingólfsson · Stjarnan
Lars Erik Bragason · KR
Lúkas Aron Stefánsson · ÍR
Orri Már Svavarsson · Tindastóll
Stefán Orri Davíðsson · ÍR
Tómas Valur Þrastarson · Þór Þorlákshöfn
Viktor Jónas Lúðvíksson · Stjarnan
Þórður Freyr Jónsson · ÍA