Laddi flytur sín bestu lög í Bíóhöllinni

Þórhallur Sigurðsson, eða Laddi, er einn dáðasti listamaður Íslands frá upphafi. Hann mun stíga á svið Bíóhallarinnar föstudaginn 19. maí ásamt hljómsveit – þar sem listamaðurinn mun flytja öll sín þekktustu lög. Það er af nógu að taka úr safni Ladda en lögin sem hann hefur samið og sungið í gegnum tíðina skipta tugum ef ekki hundruðum.

 

Magni Ásgeirsson er á meðal þeirra listamanna sem koma fram með Ladda og segir Magni að æskudraumur hans sé að rætast. „Þetta er í fyrsta sinn sem Laddi flytur lög með eigin hljómsveit. Þetta er draumur sem er að rætast hjá okkur öllum. Lögin frá Ladda hafa fest sig í sessi í þjóðarsálinni og tengjast góðum minningum,“ segir Magni en á meðal laga sem flutt verða má nefna „Flikk Flakk“, „Upp undir Laugarásnum“, „Gibba Gibb“, „Búkolla“ og „Súperman“.

Um er að ræða einstakan viðburð sem engin ætti að láta framhjá sér fara.

Hljómsveitina skipa ásamt Ladda:

Magni Ásgeirsson: Gítar/Söngur
Summi Hvanndal:Bassi/Söngur
Valur Freyr Halldórsson: Trommur/Söngur
Arnar Tryggvason:
Hljómborð/Söngur
Pétur Steinar Hallgrímsson: Gítar/Söngur
Ármann Einarsson: Saxafónn
Valgarður Óli Ómarsson: Slagverk

Miðasala fer fram á Tix – smelltu hér.