Tveir keppendur úr röðum ÍA tóku þátt á móti með unglingalandsliði Íslands í sundi í Danmörku.
Guðbjörg Bjartey Guðmundsdóttir og Kristján Magnússon unnu bæði til verðlauna á mótinu sem bar nafnið Taastrup Open.
Íslenska landsliðið varð stigahæsta liðið á mótinu og fékk verðlaun fyrir það afrek.
Guðbjörg Bjartey kom þriðja í mark í 50 metra skriðsundi og hlaut bronsverðlaun. Hún náði náði einnig flottum árangri í 100 metra skriðsundi þar sem hún var aðeins 0,03 sek frá þriðja sætinu. Hún varð 9. í 50 metra baksundi.
Kristján varð einnig þriðji í 50 metra skriðsundi og hann varð einnig þriðji í 50 metra bringusundi. Hann varð fjórði í 100 metra skriðsundi.
Þau voru einnig í af blandaðri boðsundsveit Íslands sem vann til bronsverðlauna í 4x100m skriðsundi.
Þar synti Guðbjörg Bjartey fyrsta sprettinn og Kristján synti loka sprettinn.
Í sveitinni voru einnig þau Björn Yngvi Guðmundson frá SH og Sunna Arnfinnsdóttir frá Ægi sem er frænka Guðbjargar Bjarteyjar.
Guðbjörg Bjartey og Kristján stóðu sig vel með unglingalandsliði Íslands í sundi
By
skagafrettir