Fjölmenni var í miðbænum á Akranesi í dag þegar hátíðarhöld fóru fram í tilefni þess að þjóðhátíðardagur Íslands er í dag, 17. júní.
Fjölbreytt dagskrá var á Akratorgi að lokinni skrúðgöngu. Á meðal gesta í dag voru ýmsar furðuverur og má þar nefna tröll sem vakti mikla athygli.
Fjallkonan í ár var Patrycja Szalkowicz, sem er kennari við Tónlistarskóla Akraness, þar sem hún kennir á þverflautu og stýrir skólahljómsveitinni.
Eva Björg Ægisdóttir var útnefnd sem bæjarlistamaður Akraness en hún hefur skipað sér í hóp fremstu rithöfunda landsins.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir sem teknar voru í dag