Í dag var stórt skemmtiferðaskip fyrir utan Akraneshöfn.
Skipið vakti mikla athygli enda með þeim stærri sem hafa komið á svæðið.
Ekki var hægt að sigla skipinu inn í Akraneshöfnina en farþegar voru fluttir á land með smábátum.
Veðrið lék við gestina eins og sjá má á þessum myndum frá Skagafréttum.
Skipið hóf siglinguna í Kaupmannahöfn í Danmörku, þaðan var siglt til Gautaborgar í Svíþjóð, skipið kom fyrst á Djúpavog við Íslandsstrendur, þaðan fór það til Vestmannaeyja, á Akranes og í framhaldinu til Grundafjarðar. Siglingin endar í Reykjavík.
Skipið var smíðað árið 2018. Það er 210 metrar að lengd og 28 metrar á breidd. Um borð er rými fyrir um 600 farþega.