Karlalið ÍA í knattspyrnu landaði sínum fimmta sigri í röð s.l. föstudag þegar Njarðvík kom í heimsókn á Akranesvöll.
Með 2-1 sigri er ÍA í þriðja sæti Lengjudeildarinnar eftir 10 umferðir en Afturelding og Fjölnir eru fyrir ofan ÍA en liðin eru í næst efstu deild Íslandsmótsins.
Viktor Jónsson kom ÍA í 1-0 með marki á 37. mínútu. Staðan var 1-0 í hálflleik.
Gísli Laxdal Unnarsson kom ÍA í 2-0 á 69. mínútu.
Oumar Diouck skoraði eina mark gestaliðsins rétt fyrir leikslok.
Mörkin úr leiknum er hér fyrir neðan frá ÍATV.