Hákon Arnar Haraldsson gekk í gær í raðir franska liðsins Lille frá danska liðinu FCK. Franska úrvalsdeildarliðið greiðir FCK um 17 milljónir Evra fyrir hinn tvítuga Skagamann – eða sem nemur um 2,6 milljörðum íslenskra króna.
Magnús Agnar Magnússon, umboðsmaður Hákons, skrifaði á Twitter í gær að Hákon Arnar væri næst dýrasti knattspyrnumaður Íslandssögunnar.
Gylfi Þór Sigurðsson fór frá Swansea á Englandi til Everton fyrir um 6,7 milljarða kr. eða 45 milljónir Evra. Hann er sá leikmaður sem er dýrasti knattspyrnumaður Íslands.
Eiður Smári Guðjohnsen var keyptur frá Chelsea til Barcelona á Spáni árið 2006 fyrir um 1,1 milljarð íslenskra kr.
Hákon Arnar er einnig dýrasti leikmaðurinn sem FCK hefur selt. Victor Kristiansen var seldur til Leicester á Englandi í byrjun ársins 2023 fyrir um 100 milljónir danskra króna eða sem nemur um 2 milljarða íslenskra kr.
Its finally offcial: Hákon Arnar Haraldsson is a “Les Dogues”. Well deserved & exciting times ahead. Now the 2nd most exspensive Icelandic footballer 🇮🇸⭐️👌 pic.twitter.com/KOUVVpTGgp
— Magnus Agnar Magnusson (@totalfl) July 18, 2023