Sænski varnarmaðurinn Johannes Vall hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnufélag Akraness.
Samningurinn er út leiktíðina 2025.
Vall hefur verið lykilmaður í vörn ÍA en hann kom til liðsins frá Val.
Vall er fæddur árið 1992 og lék í heimalandi sínu með Falkenbergs FF á árunum 2009-2017. Hann var hjá IFK Norrköping á árunum 2019, Öster og Ljungskile á árunum 2019-2021 áður en hann gekk í raðir Vals.
Hann lék með Val sumarið 2021 og samdi við ÍA árið 2022.
Á þessu tímabili hefur Vall leikið sem miðvörður í hjarta Skagavarnarinnar en hann hefur mest leikið sem vinstri bakvörður á ferli sínum.