Kvennalið ÍA styður við Einherja með styrktarleik í Akraneshöllinni í kvöld

Kvennalið ÍA í knattspyrnu leikur sinn síðasta heimaleik á tímabilinu í kvöld þegar lið Smára kemur í heimsókn í Akraneshöllina. ÍA er í toppbaráttunni um að komast upp í næst efstu deild þegar tvær umferðir eru eftir af Íslandsmótinu. 

Leikurinn í kvöld er styrktarleikur fyrir lið Einherja á Vopnafirði – en leikmaður liðsins lést af slysförum í síðustu viku.  Þetta kemur fram í tilkynningu frá KFÍA sem er hér fyrir neðan:  

Leikurinn hefst kl. 19:15 í kvöld. 

Styrktarleikur 🧡

Í kvöld fer fram næst síðasti leikurinn okkar og síðasti heimaleikurinn í 2.deild kvenna þetta tímabilið þegar Smári kemur í heimsókn í hitann í Akraneshöllinni. Við erum í góðum séns á að fara upp í Lengjudeildina að ári og þurfum á öllum ykkar stuðningi að halda!

Leikurinn verður tileinkaður kvennaliði Einherja en þær eru keppinautar okkar í 2.deild kvenna. Þetta skemmtilega lið að austan lenti í hræðilegu atviki þegar leikmaður þeirra lést af slysförum fyrr í vikunni.

Einherji hefur stofnað styrktarreikning fyrir aðstandendur leikmannsins og langar okkur að leggja okkar að mörkum. Það verður posi við innganginn merktur þessum reikning og við tökum við frjálsum framlögum á meðan leik stendur!

Leikmenn munu spila með sorgarbönd til minningar um leikmanninn 🧡

Við vottum leikmönnum og starfsfólki Einherja, aðstandendum leikmannsins og Vopnafirði okkar dýpstu samúðarkveðjur❤️

Hér er styrktarreikningurinn fyrir þá sem vilja leggja sitt að mörkum.
610678-0259
0178-05-000594