Kvennalið ÍA tryggði sér í gær sæti í næst efstu deild Íslandsmótsins í knattspyrnu með 4-0 sigri í lokaumferð 2. deildar.
Leikurinn fór fram á Álftanesi þar sem að ÍA landaði mikilvægum sigri.
Bryndís Rún Þórólfsdóttir skoraði tvívegis fyrir ÍA, Jaclyn Poucel Árnason skoraði eitt mark og Thelma Björg Rafnkelsdóttir skoraði eitt mark.
Fjölmargir mættu á leikinn og studdu vel við bakið á ÍA liðinu.
ÍA endaði í 2. sæti deildarinnar á eftir ÍR – og leika bæði félögin í 1. deild, Lengjudeildinni, á næsta tímabili.
Magnea Guðlaugsdóttir er þjálfari liðsins – en ÍA vann 13 leiki á tímabilinu, gerði 2 jafntefli og tapaði 5 leikjum.
Samira Suleman var markahæsti leikmaður ÍA á tímabilinu með 11 mörk en markaskorun liðsins dreifðist á marga leikmenn. Erna Björt Elíasdóttir skoraði 10 mörk líkt og Bryndís Rún Þórólfsdóttir. Erla Karitas Jóhannesdóttir skoraði 9 mörk og Unnur Ýr Haraldsdóttir var með 8 mörk á tímabilinu.