Vel heppnað Faxaflóasund hjá Sundfélagi Akraness – enn er hægt að styðja við verkefnið

Faxaflóasundið hefur á undanförnum áratugum verið stór – og mikilvægur þáttur í fjáröflun félagsins. 

S.l. fimmtudag stóð félagið fyrir þessum árlega viðburði og tókst vel til að venju. 

Sundfólkið úr ÍA synti samtals 21 km. við Langasand – sem jafngildir því að synda frá Reykjavíkurhöfn til Akraness. 

Hér eru nokkrar myndir frá sundinu s.l. laugardag en það er enn hægt að styðja við félagið og þetta verkefni – og er áhugasömum bent á reikningsnúmer Sundfélags Akraness – sem er hér fyrir neðan. 

Reikn.0186-26-1677
Kt.630269-4239