Um 200 manns mættu á íbúafund sem fram fór í gær í Bíhöllinni á Akranesi þar sem að þrjár hugmyndir voru kynntar um framtíðaruppbyggingu á Jaðarsbakkasvæðinu. Fundurinn var einnig í beinni útsendingu á netinu og hafa um 1000 horft á þá útsendingu.
Nordic arkitektar, Basalt arkitektar og Sei arkitektar, kynna þar tillögur sínar að breyttu skipulagi Jaðarsbakkasvæðisins. Í tveimur tillögum af þremur er gert ráð fyrir að Akranesvelli verði snúið um 90 gráður, áhorfendaaðstaða flutt samhliða Akraneshöll.
Á fundinum voru að auki kynntar helstu niðurstöður starfshóps um stefnumótun vegna uppbyggingar á Jaðarsbökkum, ásamt því að Viðar Halldórsson, prófessor við Háskóla Íslands, var með erindi.
Í mars á þessu ári skrifuðu Akraneskaupstaður, Ísold fasteignafélag, Íþróttabandalag Akraness (ÍA) og Knattspyrnufélag Akraness undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu við Langasand.
Þar er m.a. gert ráð fyrir hóteli, baðlóni og heilsulind á svæðinu. Gert var ráð fyrir íbúðabyggð þegar samkomulagið var undirritað en fallið hefur verið frá þeirri hugmynd.
Tillaga Basalts er hér fyrir neðan.
Hér getur þú horft á íbúafundinn í heild sinni: