Það verður mikið um að vera í menningarlífinu á Akranesi næstu daga – en Vökudagar hefjast í dag, fimmtudaginn 26. október, með formlegum hætti. Menningarhátíðin hefur fest sig í sessi sem árlegur viðburður hér á Akranesi og að venju er dagskráin fjölbreytt. Aldrei áður hafa jafn margir viðburðir verið settir á dagskrá hátíðarinnar.
Vökudagar verða settir í dag kl. 17.00 í Tónbergi, sal Tónlistarskólans. Þar verða veitt Menningarverðlaun og Umhverfisverðlaun.
Listaganga tekur við eftir setninguna þar sem að listafólk bæjarins býður öll velkomin á sýningar og opnar vinnustofur sem eru staðsettar víðsvegar um bæinn.
Tónlistarhátíðin HEIMA-SKAGI verður á sínum stað ásamt Lilló hardcore fest – sem er harðkjarna og pönk tónleikar.
Smelltu á myndirnar hér fyrir neðan til að rýna í þá viðurði sem eru í boði.
Dagskrá Vökudaga er í heild sinni hér: