Fjórir fyrrum leikmenn ÍA eru í A-landsliðshópi Íslands í knattspyrnu karla fyrir síðustu tvo leiki liðsins í undankeppni Evrópumótsins.
Leikið verður gegn Slóvakíu ytra þann 15. nóvember og gegn Portúgal í þann 19. nóvember.
Åge Hareide landsliðsþjálfari valdi Stefán Teit Þórðarson, Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.
Norðmaðurinn gerði tvær breytingar á hópnum, Jóhann Berg Guðmundsson kemur inn í hópinn ásamt Stefáni Teit.
Hákon Arnar, Arnór og Ísak hafa verið í landsliðshópnum í undanförnum verkefnum.
Skagamennirnir hafa allir skorað mark fyrir A-landslið Íslands.
Stefán Teitur leikur með Silkeborg IF í Danmörku og hann er með 17 leiki og 1 mark.
Arnór leikur með Blackburn Rovers á Englandi en hann er með 28 leiki og 2 mörk.
Ísak Bergmann leikur með Düsseldorf í Þýskalandi en hann er með 22 leiki og 3 mörk.
Hákon Arnar leikur með Lille í Frakklandi og er hann með 15 leiki og 3 mörk.
Hópurinn er þannig skipaður:
Rúnar Alex Rúnarsson – Cardiff City – 27 leikir
Hákon Rafn Valdimarsson – IF Elfsborg – 4 leikir
Elías Rafn Ólafsson – C. D. Mafra – 5 leikir
Aron Einar Gunnarsson – Al Arabi – 102 leikir, 5 mörk
Guðmundur Þórarinsson – OFI Crete FC – 12 leikir
Hjörtur Hermannsson – Pisa SC – 26 leikir, 1 mark
Guðlaugur Victor Pálsson – KAS Eupen – 40 leikir, 1 mark
Alfons Sampsted – Twente – 20 leikir
Sverrir Ingi Ingason – FC Midtjylland – 44 leikir, 3 mörk
Kolbeinn Birgir Finnsson – Lyngby Boldklub – 6 leikir
Ísak Bergmann Jóhannesson – Düsseldorf – 22 leikir, 3 mörk
Jón Dagur Þorsteinsson – OH Leuven – 32 leikir, 4 mörk
Hákon Arnar Haraldsson – LOSC Lille – 15 leikir, 3 mörk
Jóhann Berg Guðmundsson – Burnley F.C. – 88 leikir, 8 mörk
Mikael Neville Anderson – AGF – 24 leikir, 2 mörk
Arnór Ingvi Traustason – IFK Norrköping – 51 leikur, 5 mörk
Gylfi Þór Sigurðsson – Lyngby Boldklub – 80 leikir, 27 mörk
Willum Þór Willumsson – Go Ahead Eagles – 6 leikir
Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax
Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg IF – 17 leikir, 1 mark
Arnór Sigurðsson – Blackburn Rovers F.C. – 28 leikir, 2 mörk
Alfreð Finnbogason – KAS Eupen – 71 leikur, 18 mörk
Orri Steinn Óskarsson – FC Köbenhavn – 4 leikir, 1 mark