Byggingarfélag námsmanna hefur sýnt því áhuga að byggja íbúðir fyrir námsfólk á Akranesi. Félagið er með fjölmargar íbúðir á sínum vegum í Reykjavík og Hafnarfirði.
Erindi þess efnis var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Akraness nýverið. Þar kom fram að félagið óskar eftir stofnframlagi frá Akraneskaupstað til uppbyggingar námsíbúða á Akranesi,
Í bókun bæjarráðs segir að ráðið telji það mikilvægt að málið verði skoðað til hlítar Samþykkt var á fundi ráðsins að vísa erindinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráðs m.a. með tilliti til hentugrar lóðar fyrir slíka uppbyggingu og málið komið svo að nýju til bæjarráðs.