Einar Margeir keppir á stóra sviðinu á HM í 25 metra laug

Íþróttamaður Akraness 2023,  Einar Margeir Ágústsson er á meðal keppenda á Heimsmeistaramótinu í sundi í 25 metra laug sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi. 

Skagamaðurinn Eyleifur Ísak Jóhannesson er landsliðsþjálfari Íslands í sundi og Kjell Wormdal þjálfari ÍA er á meðal þjálfara hópsins. 

Þær greinar sem Einar Margeir keppir í eru 100 m fjórsund á og er bein útsending á RÚV frá því sundi fimmtudaginn klukkan 09.24. Hann keppir einnig í 200 m bringusund og er sýnt frá því sundi á föstudaginn klukkan 08.53.

Sundsamband Íslands sendir að þessu sinni 8 keppendur og hafa þeir ekki verið fleiri á Heimsmeistaramóti í sundi síðan árið 2016.

Að þessu sinni sendum við ungan og efnilegan hóp ásamt þeim Snæfríði Sól og Jóhönnu Elínu sem eru reynslumiklar sundkonur.

Keppendur á mótinu eru:
Birnir Freyr Hálfdánarson SH
Einar Margeir Ágústsson ÍA
Guðmundur Leó Rafnsson ÍRB
Jóhanna Elín Guðmundsdóttir SH
Símon Elías Statkevicius SH
Snorri Dagur Einarsson SH
Snæfríður Sól Jórunnardóttir Alaborg
Vala Dís Cicero SH
Með þeim eru

Eyleifur Jóhannesson yfirmaður landsliðsmála hjá SSÍ
Dadó Fennrir Jasmínuson þjálfari hjá SH
Kjell Wormdal þjálfari ÍA

Á Heimsmeistaramóti í 25m laug er keppt í undanrásum að morgni í öllum greinum. Sextán bestu sundmennirnir komast í undanúrslit í 50m og 100m greinum en aðeins 8 sundmenn komast í úrslit í lengri greinum þ.e. 200m, 400m, 800m og 1500 metra sundgreinum.

RÚV mun sýna frá mótinu alla morgna

Úrslit hér :