Miklar endurbætur verða gerðar á 1. hæð í Brekkubæjarskóla á næstu misserum.
Akraneskaupstaðar óskaði nýverið eftir tilboðum í verkefnið – en gert var ráð fyrir um 813 milljónum kr. í kostnaðaráætlun.
Alls bárust fimm tilboð í verkefnið.
SF Smiðir ehf. á Akranesi bauð lægst eða rétt tæplega 720 milljónir kr. sem er rúmlega 11% undir kostnaðaráætlun. Skipulags – og umhverfisráð Akraness hefur falið umhverfisstjóra að ganga til samning við fyrirtækið.
Þrjú tilboð voru undir kostnaðaráætlun en hæsta tilboðið var rúmlega 20% yfir kostnaðaráætlun.
Eftirtalin fyrirtæki sendu inn tilboð:
SF Smiðir ehf – 719.696.768,-
K16 ehf – kr.792.396.573,-
Sjammi ehf – kr. 807.962.299,-
Land og verk – kr. 825.109.440,-
Ístak – kr. 984.683.420,-