Hjálparsjóður Rauða krossins fékk í lok nóvember rúmlega 1 milljón kr. frá skólasamfélagi Grundaskóla á Akranesi.
Árlegur góðgerðardagur Grundaskóla sem ber nafnið „Við breytum krónum í gull“ til styrktar hjálparstarfi fyrir börn í neyð tókst vel – og lögðu fjölmargir leið sína í skólann til að taka þátt.
Verkefnið „Breytum krónum í gull“ fór fyrst af stað árið 2007 í samstarfi við RKÍ á Íslandi.
Eins og áður segir söfnuðust rúmlega 1 milljón kr. og verður framlaginu komið til Rauða krossins til hjálparstarfs fyrir börn og fullorðna í neyð.