Þrír leikmenn úr röðum ÍA hafa verið valdir í æfingahóp fyrir U-20 ára landslið Körfuknattleikssambands Íslands, KKÍ.
Liðið undirbýr sig fyrir Norðurlanda – og Evrópumót ársins 2024 en U-20 ára liðið er í A-deild EM en aðeins 16 þjóðir eru með keppnisrétt í þeim riðli.
Aron Elvar Dagsson, Styrmir Jónasson og Þórður Freyr Jónsson eru í æfingahópnum sem kemur saman dagana 16-18. febrúar. Í framhaldinu verður fækkað í æfingahópnum fyrir verkefni sumarsins.
Ágúst Goði Kjartansson | Black Panthers Schwenningen, Þýskal. |
Alexander Smári Hauksson | Asker Aliens, Noregur |
Almar Orri Atlason | Bradley, USA |
Aron Elvar Dagsson | ÍA |
Brynjar Kári Gunnarsson | Fjölnir |
Daníel Ágúst Halldórsson | Haukar |
Elías Bjarki Pálsson | Njarðvík |
Friðrik Leó Curtis | ÍR |
Frosti Sigurðsson | Keflavík |
Hallgrímur Árni Þrastarson | KR |
Haukur Davíðsson | New Mexico M.I, USA |
Hilmir Arnarsson | Haukar |
Jonathan Sigurdsson | NYU, USA |
Karl Ísak Birgisson | Breiðablik |
Karl Kristján Sigurðsson | Valur |
Kristján Fannar Ingólfsson | Stjarnan |
Orri Már Svavarsson | Tindastóll |
Reynir Bjarkan Róbertsson | Þór Akureyri |
Róbert Sean Birmingham | Concord Academy, USA |
Sölvi Ólason | Breiðablik |
Styrmir Jónasson | ÍA |
Tómas Valur Þrastarson | Þór Þorlákshöfn |
Veigar Örn Svavarsson | Tindastóll |
Þórður Freyr Jónsson | ÍA |