Karlalið ÍA í knattspyrnu landaði góðum 5-2 sigri gegn Aftureldingu í Lengjubikarkeppni KSÍ í gærkvöld. Leikurinn fór fram í Akraneshöll.
Liðin voru í toppbaráttunni í Lengjudeildinni á síðasta tímabili – þar sem að Skagamenn náðu efsta sætinu á lokaspretti mótsins, en Afturelding tapaði í úrslitakeppni gegn Vestra um laust sæti í Bestu deild karla á næsta tímabili.
Viktor Jónsson og Marko Vardic skoruðu báðir 2 mörk fyrir ÍA og Steinar Þorsteinsson skoraði eitt mark.
ÍA leikur næst gegn KA í næstu umferð keppninnar og fer leikurinn fram á Akureyri þann 16. febrúar.