Skagamenn fjölmenna í Bíóhöllina til að fylgjast með sínu fólki í úrslitum Idolsins

Björgvin Þór Þórarinsson og Jóna Margrét Guðmundsdóttir keppa í kvöld til úrslita í lokaþætti Idolsins sem sýnt er á Stöð 2.

Björgvin og Jóna eru bæði frá Akranesi og ríkir mikil eftirvænting á Akranesi fyrir kvöldinu.

Sýnt verður frá keppninni í Bíóhöllinni á Akranesi – og verður án efa mikil steming þar. 

Þrír keppendur keppa um sigurinn í kvöld – en ítarleg umfjöllun um keppendur og keppnina er að finna á Visir.is