Sótt hefur verið um að breytingar verði gerðar á Aðalskipulagi Akraness vegna breyttrar notkunar á lóð – þar sem að fyrirhugað er að setja upp bílaþvottastöð, bílaverkstæði og verslun í núverandi húsnæði við Innesveg 1.
Um er að ræða húsnæði þar sem að áður var bílaumboð – og verkstæði sem staðsett er við hliðina á Kallabakarí.
Fyrirtækið Löður sækir um þessa breytingu.
Löður hafði áður sótt um að setja upp sjálfvirka bílaþvottastöð við bensínafgreiðslu Orkunnar við Skagabraut 43. Ekkert verður að byggingu á húsi undir bílaþvottastöð við Skagabrautina.
Bílaþvottastöðin Löður var stofnuð árið 2000. Skel er eigandi Löðurs en fyrirtækið er með 15 bílaþvottastöðvar á landinu öllu.
Í tilkynningunni kemur fram að minniháttar breytingar verði gerðar á á núverandi útlit húss vegna breyttrar notkunar. Annað er óbreytt.
Ítarleg skýrsla hefur verið gerð um ljósmengun og hljóðvist.
Í skýrslunni um ljósmengunn er lagt er til að reist verði tæplega tveggja metra há girðing á lóðamörkum sem grípi mögulega truflandi ljósgeisla í íbúðum við Hagaflöt 11.