Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Akraness, verður í leyfi frá störfum sínum frá og með 22. apríl 2024 til 25. febrúar á næsta ári.
Þetta kemur fram í fundargerð bæjarstjórnar frá 9. apríl. Líf á von á barni og kemur hún til starfa á ný eftir orlofið.
Þórður Guðjónsson, sem skipaði fimmta sætið á framboðslistanum í síðustu kosningum verður aðalbæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Guðmundur Júlíusson verður varabæjarfulltrúi í stað Þórðar.
Líf hefur gegnt formennsku í bæjarráði frá síðustu kosningum – og mun Einar Brandsson taka við formennskunni, og Guðmundur Ingþór Guðjónsson, kemur inn sem varamaður í stað Einars.