Tólf nýir félagar bættust í kraftmikinn hóp Björgunarfélags Akraness nýverið. Aldrei áður hafa jafnmargir skrifað undir eiðstaf félagsins á sama tíma – en innra starf félagsins dregur sífellt að fleiri nýja félagsmen
Samúel Þorsteinsson er formaður félagsins en hann tók við af Ásgeiri Erni Kristinssyni fyrir ári síðan. Ásgeir Örn gaf ekki kost á sér í stjórn en hann hefur gegnt flestum embættum hjá félaginu.
Stjórn félagsins er þannig skipuð:
Samúel Þorsteinsson, formaður
Þórður Guðnason, varaformaður
Birna Björnsdóttir, gjaldkeri
Halla Jónsdóttir, ritari
Sigurður Ingi Grétarsson
Björn Óskar Andrésson
Björn Guðmundsson.
Hér fyrir neðan eru myndir frá prófverkefnum hjá nýliðunum – en prófin fóru fram í síðustu viku. Einnig eru myndir úr gönguferðum eldri og yngri hóps félagsins í Akrafjalli og verkefnum í Akraneshöfn.