Norðurálsmótið í knattspyrnu hefst í dag á Akranesi en um 1800 keppendur taka þátt. Mótið er það 39. í röðinni og fer það fram dagana 20.-23. júní.
Í dag, fimmtudaginn 20. júní, hefst keppni hjá allra yngstu keppendunum sem eru í 8. flokki barna.
Mótið verður sett með formlegum hætti föstudaginn 21. júní kl. 11:00, og að venju verður skrúðganga frá Stillholti að keppnissvæðinu við Jaðarsbakka þar sem að setning mótsins fer fram.
Mótið hefst kl. 12:30 föstudaginn 21. júní með keppni í 7. flokki drengja og stúlkna, en mikill áhugi er á mótinu og eru fleiri lið sem taka þátt í ár en í fyrra. Lið frá Grænlandi, K-1933, tekur þátt á mótinu í ár og er það í fyrsta sinn sem lið frá grænlenskir gestir taka þátt.
Keppendur og gestir eiga von á góðum gestum á mótið. Þar má nefna þekkta atvinnumenn frá Akraensi og skrúðgangan verður kraftmeiri í ár. Tónlistarmaðurinn Háski mætir á kvöldvökuna með nýtt lag og Idol stjörnurnar Björgvin og Jóna taka lagið.
Sýnt verður frá einstaka leikjum á ÍATV vellinum alla helgina. Hægt er að fylgjast með á youtube rás ÍATV
Norðurálsmótið er skipulagt á forsendum iðkenda, með það í huga að allir séu með í leiknum til að skapa jákvæða og skemmtilega upplifun barna sem eru að stíga sín fyrstu skref í fótbolta.
Nánari upplýsingar um mótið má finna á vefsíðu mótsins www.norduralsmot.is