Baader Skag­inn 3X segir upp 128 starfsmönnum og fer fram á gjaldþrotaskipti

Í gær fór fyrirtækið Baader Skag­inn 3X á Akra­nesi fram á það verða tekið til gjaldþrotaskipta. Frá þessu er greint á vef mbl.is og Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, staðfestir þetta í pistli á fésbókarsíðu sinni. 

Alls missa 128 starfsemnn vinnuna og í pistli sínum skrifar Vilhjálmur m.a.

„Þetta gjaldþrot þessa rótgróna fyrirtækis þýðir að 128 fjölskyldur missa lífsviðurværi sitt en um 100 af þessum 128 hafa búa hér á Akranesi og nágrenni en Skaginn 3 X er einn af stærstu vinnustöðum hér á Akranesi. Rétt er að geta þess einnig að fjöldi afleiddra starfa tapast einnig samhliða þessu gjaldþroti.

Til að setja fjölda þeirra sem missa atvinnuna við þetta gjaldþrot í eitthvað samhengi þá væri þetta eins og 2400 manns myndu missa atvinnuna í Reykjavík miðað við höfðatölu,“ segir Vilhjálmur m.a. en pistill hans er í heild sinni hér fyrir neðan.