Káramenn eru á toppi 3. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu en liðið leikur sinn 11. leik á tímabilinu þriðjudaginn 9. júlí í Akraneshöllinni.
Þar tekur Kári á móti Árbæ sem er í þriðja sæti deildarinnar.
Kári sigraði Augnablik 5-2 á útivelli í 10. umferð og er liðið með 23 stig í efsta sæti, en þar á eftir kemur Víðir úr Garði með 21 stig og Árbær er með 20 stig.
Káramenn hafa skorað alls 33 mörk í deildinni, mest allra liða, eða 3,3 mörk að meðaltali í leik.
Margir leikmenn hafa skorað í sumar og er listinn þannig.
Hektor Bergmann Garðarsson 6 mörk.
Þór Llorens Þórðarson, 5 mörk.
Sigurjón Logi Bergþórsson, 4 mörk.
Axel Freyr Ívarsson, 4 mörk.
Mikael Hrafn Helgason, 3 mörk.
Marinó Hilmar Ásgeirsson, 3 mörk.
Börkur Bernharð Sigmundsson, 2 mörk.
Benjamín Mehic, 2 mörk.
Tómas Týr Tómasson, 1 mark.
Sveinn Svavar Hallgrímsson, 1 mark.
Oskar Wasilewski, 1 mark.
Kolbeinn Tumi Sveinsson, 1 mark.
Björn Darri Ásmundsson, 1 mark.