Körfuknattleiksfélag ÍA hefur á undanförnum vikum samið við leikmenn fyrir komandi tímabil í næst efstu deild Íslandsmótsins.
Óskar Þór Þorsteinsson mun þjálfa liðið en hann var áður þjálfari Þórs á Akureyri.
Leikmennirnir sem ÍA hefur samið við eru:
Victor Bafut, sem er 2.08 metrar á hæð, með ríkisfang í Brasilíu og Frakklandi, en hann lék með spænsku liði á síðustu leiktíð. Bafut er fæddur árið 1998 og er því 26 ára.
Aron Elvar Dagsson, sem er fæddur árið 2004 á Akranesi, og lék stórt hlutverk í liði ÍA á síðustu leiktíð.
Kristófer Gíslason hefur einnig samið við ÍA, en hann er úr Skallagrím en hefur leikið með Fjölni, Ármanni og Hamri í Hveragerði. Kristófer er fæddur árið 1997 og er því 27 ára.
Srdjan Stojanovic hefur einnig samið á ný við félagið. Hann skoraði 21 stig að meðaltali á síðustu leiktíð með ÍA, gaf 5 stoðsendingar og tók 5 fráköst. Stojanovic er reynslumesti leikmaður ÍA og var á meðal bestu leikmanna deildarinnar.
Fyrr í sumar sömdu Daði Már Alfreðsson, Hjörtur Hrafnsson, bræðurnir Júlíus og Jóel Duranona og Styrmir Jónasson á ný við ÍA.