Karlalið ÍA landaði mikilvægum 1-0 sigri gegn Fram í kvöld í Bestu deildinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
Viktor Jónsson skoraði eina mark leiksins í upphafi síðari hálfleiks – en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með 14 mörk eftir 18 leiki.
Með sigrinum komst ÍA í 4. sæti deildarinnar en ÍA er með 28 stig líkt og FH. Fram er í 6. sæti með 26 stig. Í þremur efstu sætunum eru Valur með 31 stig, Breiðablik er í öðru sæti með 34 stig og Víkingar eru efstir með 40 stig.
Næsti leikur ÍA er gegn Íslandsmeistaraliði Víkings á útivelli mánudaginn 19. ágúst, og þar á eftir kemur Breiðablik í heimsókn á Akranes 25.ágúst.