Flokkun sorps á Akranesi tekur breytingum á næstu misserum í samræmi við lög um sorphirðu.
Í nóvember á þessu ári er gert ráð fyrir að nýjar sorptunnur taki við hlutverki núverandi sorptunna.
Akraneskaupstaður bauð nýverið út verkefnið að útvega nýjar sorptunnur fyrir bæjarfélagið.
Alls buðu 4 aðilar í verkefnið.
Kostnaðaráætlun Akraneskaupstar var rétt tæplega 34 milljónir kr. Lægsta tilboðið var rétt rúmlega 29,3 milljónir kr. og hefur Akraneskaupstaður ákveðið að ganga til samninga við lægstbjóðanda.
Við hvert íbúðarhús verða 4 úrgangflokkar. Tunnur með matarleifum og blönduðum úrgangi verða hreinsaðar á tveggja vikna fresti og tunnur með plasti og pappa verða hreinsaðar á 3 vikna fresti.
Auk þessara 4 úrgangsflokka, eiga íbúar að flokka gler, málma, textíl og skilagjaldsskyldar umbúðir en hægt er að losa þessa úrgangsflokka á grenndarstöð í bæjarfélaginu og í Fjöliðjunni, Smiðjuvöllum 9.
Bender ehf, kt: 440202-2250, kr. 29.842.570.
Íslenska Gámafélagið ehf, kt: 470596-2289, kr. 35.854.200.
Terra hf, kt: 410283-0349, kr. 32.829.850.
N1 ehf, kt: 411003-3370, kr. 29.325.830.
Kostnaðaráætlun var kr. 33.725.892.