Káramenn deildarmeistarar í 3. deild – bestir í sókn og vörn

Lið Kára frá Akranesi sigraði í 3. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu 2024. Káramenn fengu verðlaunagrip eftir lokaleikinn gegn Árbæ s.l. laugardag en sá leikur fór 3-1 fyrir Árbæ. 

Árangur Káramanna á leiktíðinni var góður en liðið vann 14 leiki, gerði 5 jafntefli og tapaði aðeins 3 leikjum. 

Lið Kára skoraði langflest mörk í deildinni eða 63 alls sem gerir tæplega 3 mörk að meðaltali í leik. Liðið fékk á sig 25 mörk eða rétt rúmlega 1 mark að meðaltali í þeim 22 leikum sem liðið lék – en Víðir í Garði og Kári fengu jafnmörg mörk á sig á tímabilinu.

Víðir úr Garði fer upp í 2. deild með Kára en tvö efstu liðin fara upp um deild. 

Árangur Kára undanfarin ár á Íslandsmótinu í knattspyrnu: 

2023 –  5. sæti – 3. deild. 
2022 –  5. sæti – 3. deild. 
2021 – 12 sæti – 2. deild *féllu í 3. deild
2020 – 7. sæti – 2. deild 
2019 – 10. sæti – 2. deild 
2018 – 5. sæti 2. deild
2017 – 1. sæti – 3. deild 
2016 – 4. sæti – 3. deild 
2015 – 5. sæti – 3. deild 
2014 – 2. sæti – 4. deild