Gunnar og Davíð Akranesmeistarar í tvímenning

Pílufélags Akraness hélt á dögunum Akranesmeistaramót í tvímenning 2024. Alls tóku 7 pör þátt en keppt var í aðstöðu félagsins í kjallara íþróttahússins við Vesturgötu. 

Keppt var í tveimur riðlum og komust tvö efstu liðin úr hvorum riðli í undanúrslit. 

Gunnar H. Ólafsson og Davíð Búason stóðu uppi sem Akranesmeistarar. 

Í úrslitaleiknum mættu Gunnar og Davíð þeim Sigurði Tómassyni og Sverri Þór Guðmundssyni. Þar höfðu Gunnar og Davíð mikla yfirburði – og sigruðu 6-1. 

Nánar á fésbókarsíðu félagsins.