Einar Örn Guðnason fagnaði Íslandsmeistaratitli í bekkpressu í -120 kg. flokki um s.l. helgi.
Einar Örn lyfti 240 kg. og var stigahæsti keppandi mótsins. Þetta var í 32. sinn sem Einar Örn fagnar Íslands – eða bikarmeistaratitli í kraftlyfingum. Hann keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness og hefur hann sett 77 Íslandsmet á ferlinum.
Einar Örn hefur ákveðið að láta staðar numið og var þetta í síðasta sinn sem hann keppir á Íslandsmóti í kraftlyftingum.
Lokamótið Einar á ferlinum verður Heimsmeistaramótið sem fram fer 15. nóvember – en það fer fram í Reykjanesbæ.