Lagt til að árskort í sund lækki um 70% fyrir 67 ára og eldri

Skóla- og frístundaráð Akraness leggur það til að árskort í sund fyrir íbúa á Akranesi sem eru 67 ára og eldri verði lækkuð um tæplega 70% frá og með næstu áramótum.

Öldungaráð Akraneskaupstaðar lagði fyrir ráðið tillögu þess efnis nýverið. Öldungaráðið vísaði m.a. til þess að slík kort kosti 4.000 kr. fyrir 67 ára og eldri í Reykjavíkurborg.

Árskort í sund fyrir 67 ára og eldri á Akranesi kostar í dag 15.760 kr. en lagt er til að árskortin kosti 5000 kr. frá og með næstu áramótum.

Í fundargerð ráðsins kemur fram að gert er ráð fyrir að tekjutapið nemi um 2,5 milljón kr. eftir þessa breytingu. 

Í bókun ráðsins kemur fram að með lægra gjaldi megi gera ráð fyrir að fleiri kaupi árskort í sund á árinu 2025.

Skóla – og frístundaráð mun leggja það til við bæjarráð að þessi breyting taki gild frá í janúar 2025.