Aðalfundur Golfklúbbsins Leynis fór fram í gær. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta rekstrarári – og fjölgaði félagsfólki um 20%.
Alls eru 775 félagar í klúbbnum auk rúmlega 100 barna – og ungmenna sem sóttu gjaldfrjálsar æfingar s.l. sumar. Mikil aukning var í fjaraðild hjá Leyni og eru alls 155 einstaklingar sem eru félagsmenn en búa ekki á Akranesi. Til samanburðar voru 110 með slíka félagsaðild árið 2023.
Hlutfall kvenna í klúbbnum er 31% sem er aðeins fyrir neðan meðaltal á landsvísu.
Rekstrartekjur Leynis hækkuðu um rúmar 24 m.kr. á milli ára eða um 13%.
Rekstrargjöldin á árinu voru um 148 milljónir kr en rekstrarafkoma klúbbsins var jákvæð um rúmar 28 m.kr. fyrir fjármagnsliði og afskriftir. Eftir afskriftir rekstrarfjármuna og fjármagnsliði skilar rekstur GL rúmum 19.5 m.kr. í afgang.
Töluverðar breytingar eru á stjórn Leynis.
Freydís Bjarnadóttir,Ella María Gunnarsdóttir og Ísak Örn Elvarsson gáfu ekki kost á sér til endurkjörs.
Stjórn Leynis er þannig skipuð eftir aðalfundinn í gær:
Hróðmar Halldórsson verður áfram formaður, Óli Björgvin Jónsson,
Ruth Einarsdóttir halda áfram stjórnarsetu, Theodór Hervarsson, Elísabet Sæmundsdóttir og Jóhannes Elíasson koma ný inn.
Nánar í skýrslu stjórnar hér fyrir neðan: