Tveir félagar úr Pílukastfélagi Akraness voru nýverið valdir í úrtakshóp fyrir landsliðsverkefni ársins 2025.
Um er að ræða 26 karlar – og 18 konur.
Skagamennirnir Sigurður Tómasson og Gunnar H. Ólafsson keppa því næstu mánuðina um að komast í lokahópinn sem keppir á Heimsmeistaramótinu í Suður-Kóreu síðar á þessu ári.