Orkuveita Reykjavíkur hefur óskað eftir borunarleyfi vegna hitastigsborana í landi Akraneskaupstaðar.
Beiðni þess efnis var tekin fyrir á fundi Skipulags – og umhverfisráðs nýverið. Þar kemur fram að ráðið taki jákvætt í erindið og fagni áformum OR um jarðhitaleit á Akranesi.
Í fundargerð kemur fram að OR ætli að leita eftir jarðhita við Jaðarsbraut, Faxabraut og Höfðaselsholti.
Ráðið leggur til að borun við Jaðarsbraut og Faxabraut verði gerð sem fyrst – til þess að ekki verði röskun á uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á reitnum.