Einar Margeir Ágústsson, sundmaður, og Íþróttamanneskja ársins 2024 hjá Íþróttabandalagi Akraness náði öðrum besta tíma Íslandssögunnar í 100 metra bringusundi á alþjóðlega sundmótinu RIG sem fram fór um liðna helgi í Reykjavík.
Með árangri sínum náði hann B-lágmarki fyrir Heimsmeistaramótið í 50 metra laug.

RIG sundmótið var vel mannað og sterkt, en um 300 keppendur tóku þátt og þar af 100 frá Íslandi.
Alls voru 8 keppendur frá ÍA á þessu móti – í tilkynningu frá Sundfélagi Akraness kemur fram að keppnistímabilið byrji vel hjá sundfólkinu frá Akranesi. Góðar bætingar og vel útfærð sund.
Einar Margeir Ágústsson átti frábæra helgi og varð sigurvegari í 50 m. – 100 m. og 200 m. bringusundi, öll þrjú sundin voru ný Akranesmet.
Á þessu móti var 100 m bringusundið sem stóð uppúr sem besta sundið hjá honum. Einar Margeir synti á tímanum 1.01,23 mín. sem er annar besti tími hjá íslenskum sundmanni og að sjálfsögðu er það Akranesmet.
Aðeins Anton Sveinn McKee hefur náð betri tíma í greininni. Einar Margeir náði einnig B lágmarki á HM.
Sunna Arnfinnsdótitr vann til brons verðlauna í bæði 100 m. baksundi og 200 m. baksundi, og sýndi fram á að formið er á góða leið, góður árangur hjá Sunnu.
Guðbjarni Sigþórsson synti til úrslita í 50 m. og 100 m. skriðsundi og í 50 m. skriðsundi hafnaði hann í fjórða sæti og næst hraðasta sundið af Íslensku keppendunum.
Góða tímar í byrjun árs og lofar mjög góðu fyrir framhaldið.
Kajus Jatautas var einnig í góðu formi og bætti sig í öllum sínum greinum og vann gullverðlaun í 50 m. baksundi og 50 m. skriðsundi, 15 ára og yngri flokkur. Hann vann til viðbótar eitt silfur og tvö brons yfir helgina.
Viktoria Emilia og Karen Anna Orlita syntu mjög vel og báðar bættu þær sig verulega og þá sérstaklega í 100 m. skriðsundi þar sem þær náðu að fylgja plani og bæta sig um rúmar 2 sekundur.
Og þær áttu líka frábæra 200 m. fjórsundi og syntu líka 200 m. skriðsundi á mjög góðan tíma.
Birna Rún Jónsdóttir átti mjög góða bætingu í 50 m. skriðsundi og synti mjög vel útfært sund í 200 m. og 400 m. skriðsundi.
Ingibjörg Svava Magnúsardóttir mætti lika til leiks og átti góða sprettir í 50 m. baksundi og 50 m. skriðsundi.