Madison Brooke Schwartzenberger hefur skrifaði undir samning við Knattspyrnufélag ÍA, og mun hún leika með liðinu út árið 2026.
Bandaríski leikmaðurinn kom til ÍA í fyrra og var hún í stóru hlutverki í Lengjudeildinni.
ÍA endaði í 5. sæti deildarinnar í fyrra en Schwartzenberger skoraði 3 mörk í 20 leikjum.
Schwartzenberger er fædd 2002 og spilar sem varnarsinnaður miðjumaður. Hún lék með University of South Florida í háskólaboltanum áður en hún kom til ÍA.