Sigurganga Skagamanna heldur áfram í körfunni

Karlalið ÍA í körfubolta heldur áfram sigurgöngu sinni í næst efstu deild Íslandsmótsins. Skagamenn sigruðu Skallagrím í gærkvöld 104:88.

Þetta var sjöundi sigurleikur ÍA í röð og sá níundi af síðustu ellefu.

Stuðningurinn við ÍA hefur verið öflugur í vetur. Mynd frá Körfuknattleiksfélagi ÍA. 

ÍA er í næst efsta sæti deildarinnar og er í góðri stöðu um laust sæti í efstu deild, Subway deildinni á næsta tímabili.

Hamar úr Hveragerði er í efsta sæti með 26 stig en ÍA á einn leik til góða á Hamarsmenn.

Srdan Stojanovic var stigahæstur í liði ÍA með 23 stig, Kinyon Hodges skoraiði 21, og Victor Bafutto var með 17 stig og 13 fráköst.

Tölfræði leiksins er hér: 

ÍA á eftir sjö leiki í deildinni. Næsti leikur er á útivelli gegn liði Snæfells í Stykkishólmi 7. febrúar. Leikirnir sem eru eftir eru á myndinni hér fyrir neðan.