Félagsdómur dæmdi í dag að verkföll í grunnskólum og leikskólum væru ólögleg þar sem aðeins hluti félagsmanna kennarafélaga innan sveitarfélags greiddi atkvæði um verkfallsboðun.
Þetta á við alls staðar nema í Snæfellsbæ. Þetta kemur fram í frétt RÚV.
![](https://skagafrettir.is/wp-content/uploads/2023/01/loftmyndakranesvetur-1132x670.jpeg)
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir að hún geri ráð fyrir að verkföll falli niður. Verkfall hefur verið í tveimur skólum á Akranesi, – Grundaskóla og leikskólanum Teigaseli. Samninganefndin gerir ráð fyrir að kennarar – og nemendur mæti í skólana í fyrramálið.
Inga Rún segir í viðtali við RÚV að þessi staða breyti ekki miklu í kjaraviðræðum, en miklu varðandi stöðu verkfalla kennara. Samninganefndir mæti til fundar í fyrramálið.