Frábær mynd af gamla Akranesvitanum slær í gegn á Internetinu

16298515_2217186771840022_8781369013846116392_n
Gamli Akranesvitinn.

„Ég var þarna í gærkvöldi. Alveg hellingur af ljósmyndurum að mynda. Það hefði verið gaman að hitta á þig. Geggjuð mynd,“ skrifar vitavörðurinn okkar á Akranesi Hilmar Sigvaldason á fésbókina sína þegar hann sá þess mynd af gamla Akranesvitanum frá Halli Hjálmarssyni.

Hallur var ásamt fleiri ljósmyndurum á Breiðinni að taka myndir af vitanum þegar hann baðaði sig í mögnuðum norðurljósum. Myndin segir allt sem segja þarf og vel gert Hallur.