Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi hélt nýverið stærðfræðikeppni fyrir nemendur í grunnskólum Vesturlands. Keppnin er árlegur viðburður og tóku 137 nemendur frá sjö grunnskólum þátt að þessu sinni.
Stærðfræðikennarar FVA og Sigríður Ragnarsdóttir deildarstjóri stærðfræðideildar sáu um skipulag- og framkvæmd keppninnar.
Frá þessu er greint á vef FVA.

Verðlaunafhending fór fram þann 1. mars. Norðurál gefur verðlaunaféð fyrir keppnina.
Úrslit:
8. bekkur
- sæti – Einar Orri Brandsson úr Grundaskóla á Akranesi
- sæti – Ferdinand August Knappe úr Grunnskólanum í Borgarnesi
- sæti – Sebastian Gísli Mathiasen úr Grunnskólanum í Borgarnesi
9. bekkur
- sæti – Tómas Pálmi Freysson úr Bekkubæjarskóla á Akranesi
- sæti – Hilmar Steinn Hannesarson úr GBF, Kleppjárnsreykjum
- sæti – Stefanía Líf Viðarsdóttir úr Grundaskóla á Akranesi
10. bekkur
- sæti – Stefán Karvel Kjartansson úr Grunnskólanum í Stykkishólmi
- sæti – Adam Franciszek Drózdz úr Grunnskólanum í Borgarnesi
- sæti – Daníel Guðjónsson úr Grundaskóla á Akranesi