Kvennalið ÍA undirbýr sig af krafti fyrir tímabilið í næst efstu deild Íslandsmótsins, Lengjudeildarinnar.

Nýverið samdi félagið við tvo leikmenn sem verða án efa góður liðsstyrkur fyrir efnilegt lið ÍA. 

Klil Keshwar lék með liðinu á síðustu leiktíð.  Keshwar var í stóru hlutverki hjá ÍA og átti stóran þátt í góðu gengi liðsins.  

Keshwar er frá Trínidad og Tóbagó sem er eyríki rétt undan ströndum Venesúela í Suður-Ameríku. Hún hefur leikið með yngri landsliðum og A-landsliði heimalands síns. Hún er fædd árið 2000 og kemur hún frá bandaríska háskólaliðinu St. Francis College

ÍA hefur einnig samið bandaríska leikmanninn Elizabeth Pirovano Bueckers. Hún er að koma frá Ítalíu þar sem hún lék með Trastevere í þriðju efstu deild. Hún lék áður með Marquette University í bandaríska háskólaboltanum en hún leikur ýmsar stöður á vellinum.