Veitingastaðurinn Nítjánda bistro, sem hefur verið með starfssemi á Garðavöllum við golfvöllinn undanfarin þrjúr ár, mun flytja sig um set á næstunni. Nýr rekstraraðili mun taka við veitingarekstrinum.

Hlynur Guðmundsson veitingamaður mun flytja starfssemi fyrirtækisins til Golfklúbbs Suðurnesja.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem er í heild sinni hér fyrir neðan.

„Góðan daginn!  

Nú er komið að ákveðnum tímamótum hjá okkur á Nítjandu bistro.  

Um næstu mánaðarmót munum við  hætta rekstri veitinga  við Leynisvöll.  

Við viljum þakka öllum þeim sem hafa komið við hjá okkur fyrir frábærar viðtökur og ánægjuleg viðskipti síðustu þrjú ár.  

Við að sjálfsögðu erum og verðum áfram til þjónustu reiðubúin fyrir Akranesinga.  

Nitjánda bistro flytur sig yfir Faxaflóann og tekur við  rekstri veitinga á Leirunni og hlakkar til að sjá ykkur öll þar í golfsveiflu.  

 Sérstökum þökkum viljum við koma til Rakelar, framkvæmdarstjóra Leynis  og þökkum henni fyrir frábært samstarf og góð kynni.  

Takk kærlega fyrir okkur og áfram Akranes!  

Eigendur og starfsfólk Nítjándu“