Markvörður ÍA, Árni Marinó Einarsson, hefur samið við félagið til næstu þriggja ára. Frá þessu er greint á samfélagsmiðlum Knattspyrnufélags ÍA. 

Árni Marinó kom til ÍA sem unglingur þegar fjölskylda hans flutti á Akranes en hann hafði áður leikið með Aftureldingu í Mosfellsbæ. 

Samningurinn gildir út leiktíðina árið 2027.

Árni Marinó er fæddur árið 2002. Hann hefur verið aðalmarkvörður ÍA undanfarin tvö keppnistímabil.