Það var mikil gleði í  íþróttahúsinu við Vesturgötu í kvöld þegar ÍA tók á móti Ármenningum í næst efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta.

Áhorfendapallarnir voru troðfullir – og gestir skemmtu sér konunglega þar sem að leikmenn ÍA stóðust prófið leik sem skipti samfélagið miklu máli. 

Fyrir leikinn hafði ÍA tryggt sér sæti í efstu deild, Bónus-deildinni, á næsta tímabili – var því um sannkallaða sigurhátíð að ræða. 

Leikurinn var stórskemmtilegur og Ármenningar gáfu ekkert eftir í baráttunni. ÍA náði góðum kafla í lokaleikhlutanum og tryggðu sér sigur, 93-81.

Þetta var 13. sigurleikur ÍA í röð í deildinni – sem er frábær árangur. 

ÍA lék í efstu deild Íslandsmótsins í körfubolta á árunum 1993-2000 og eru því 25 ár frá því að Skagamenn fengu að upplifa leiki í efstu deild á Akranesi. 

Myndasafn frá Skagafrettir.is er hér fyrir neðan – en myndasafnið er í vinnslu.