Hinrik Harðarson, sóknarmaðurinn efnilegi, mun ekki leika með karlaliði ÍA í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Hinrik er genginn í raðir elsta knattspyrnufélags Noregs, Odd BK, en ÍA og norska félagið komust að samkomulagi um kaupverð á leikmanninum nýverið.
Hinrik kom til ÍA frá Þróttir Reykjavík árið 2024 og hefur hann leikið stórt hlutverk hjá ÍA frá því hann kom til liðsins.

Odd er frá Skien í Noregi en knattspyrnufélagið var stofnað árið 1984.
Félagið hefur sigrað í norsku bikarkeppninni oftast allra félaga þar í landi eða 12 sinnum alls, og síðast árið 2000.
Odd leikur í næst efstu deild í Noregi en félagið féll úr efstu deild á síðustu leiktíð. Á árunum1994-2012 var félagið þekkt sem Odd/Grenland.