Beinar siglingar milli Reykjavíkur og Akraness gætu verið endurvaktar í byrjun sumars sem tilraunaverkefni beggja sveitarfélaga yfir tímabilið 1. júní til 1. okóber. Frá þessu er greint á mbl.is í dag.
Samþykkt var í borgarráði í gær að auglýsa siglingu 50-100 manna ferju milli sveitarfélaganna og er möguleiki á framlengingu um eitt ár ef vel tekst. Jafnframt verður skoðað hvort æskilegt sé að tengja Gufunes við miðborgina.
Næsta skref í þessu máli er að bjóða verkefnið út og ef hagstæð tilboð berast þá fer þetta allt saman af stað.
Ferjusiglinar á milli Akraness og Reykjavíkur lögðust af sumarið 1998 þegar Hvalfjarðargöngin voru tekin í notkun og Akraborgin hætti þá að sigla. Við hér á skagafrettir.is fögnum þessari ákvörðun.